6.8.2008 22:18

Miðvikudagur, 06. 08. 08.

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, flutti fróðlegt erindi í Rótarýklubbi Reykjavíkur í hádeginu í dag um kvóta og þorsk. Færði hann rök fyrir því, að kvótakerfið væri frá lögfræðilegum sjónarhóli síður en svo jafnstirnað og ætla mætti af dómum hæstaréttar og áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Deilurnar um kvótakerfið hafa einkennst af því, að menn með andstæðar skoðanir hafa skipað sér í fylkingar með eða á móti og haldið svo fast í röksemdir sínar, að athygli hefur dreifst frá því, hvernig kerfið hefur þróast, án þess að vera eins lokað og af er látið.

Af lestri 24 stunda má auðveldlega ráða, hve góðan svip Ólafur Þ. Stephensen setti á blaðið í ritstjóratíð sinni.