2.8.2008 12:10

Laugardagur, 02. 08. 08.

Hinn árlegi flóamarkaður var í þriðja sinn í Fljótshlíðinni í dag og lögðu margir leið sína á hann í mildu og kyrru en röku veðri. Það fór þó, sem betur fer, ekki að rigna fyrr en eftir að markaðnum lauk klukkan 18.00 og hinn óseldi varningur var kominn í húsaskjól að nýju.

Veðrið var ekki eins gott og spáin hafði gefið til kynna.