23.7.2008 20:47

Miðvikudagur, 23. 07. 08.

Sigmar Guðmundsson ræddi við mig í Kastljósi í kvöld og snerist samtal okkar að mestu um lögreglumál en einnig var minnst á evruna og Paul Ramses, frá Kenya, en ég sagði niðurstöðu í máli hans að vænta hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst.

Látið er í fjölmiðlum eins og einhver hægagangur sé á máli Pauls Ramses hjá ráðuneytinu. Það á ekki við nein rök að styðjast. Málið barst ráðuneytinu 9. júlí með kæru lögmanns Pauls, hún fór til umsagnar útlendingastofnunar daginn eftir, fimm dögum síðar barst umsögn stofnunarinnar og daginn eftir, 16. júlí, var hún send lögmanninum til umsagnar. Þetta er hefðbundið ferli stjórnsýslukæru en hraðinn er meiri á málinu en venjulega. Að fengnum þessum gögnum tekur ráðuneytið ákvörðun um næstu skref.