20.7.2008 21:16

Sunnudagur, 20. 07. 08.

Um kvölmatarleytið var umferðin svo mikil að austan á Suðurlandsvegi, að röðin var tæpir 30 km, eða frá gatnamótunum í Svínahrauni inn í Þrengslin að hringtorginu inn í Breiðholtið.

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, andmælir því, að Tryggvi Þór Herbertsson sé tímabundið ráðinn efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, þar sem Tryggvi Þór vilji ekki Ísland í Evrópusambandið! Auk þess sé hann hallur undir Sjálfstæðisflokkinn! Er nokkur furða, þótt Ingvar Gíslason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og forveri Valgerðar í forystu framsóknarmanna í Norðurlandi eystra, skrifi örvæntingarfullt opið bréf í Morgunblaðið um örlög Framsóknarflokksins?

Á sínum tíma þótti undarlegt, að Jónas Kristjánsson teldi sig vera að fjalla um hveiti í Frakklandi, þegar málið snerist um hunang. Þá var hann að skrifa leiðbeiningar fyrir ferðamenn. Nú skrifar hann á eigin bloggsíðu og er enn við sama heygarðshornið, þegar hann segir mig hafa greitt Microsoft af skattfé fyrir að íslenska forrit. Þetta er alrangt og enn eitt dæmið dæmalaust óvönduð vinnubrögð.