16.7.2008 18:19

Miðvikudagur, 16. 07. 08.

Ég hef ekki þekkingu til að fjalla um áhrif þess fyrir Íslendinga, að hér yrði tekin upp evra, þótt ég hafi bent á þá staðreynd, að unnt er að semja um evrumál við Evrópusambandið án aðildar að því. Þegar þessi grein í The Irish Independent er lesin, kunna að renna tvær grímur á einhverja um réttmæti þess að innleiða evru á Íslandi. Þar segir meðal annars um evrulandið Írland:

„If a Martian economist landed in Ireland, he'd see straight away that Ireland is caught in a currency arrangement which will make our recession much deeper than necessary. This is an economic fact, not a political slogan. The euro is now part of the problem, not part of the solution.“

Percy Westerlund, sendiherra Erópusambandsins gagnvart Íslandi, með búsetu í Ósló, viðurkennir í samtali við sjónvarpið í kvöld, að lögheimildir séu fyrir hendi til að semja við þriðja ríki um evru, en ekki eigi við sömu rök um Ísland og þau ríki, sem við hefur verið samið til þessa. Til þess að breyta því þurfi pólitíska ákvörðun. Allt er þetta rétt, sem sendiherrann segir og hann fer að fyrirmælum sínum frá Brussel. Þessum fyrirmælum verður aðeins breytt með póltískum ákvörðunum í höfuðborgum Evrópusambandsríkja.

Sjónvarpið bar undir sendiherrann efni þessarar greinar minnar í Morgunblaðínu í dag.