11.7.2008 22:44

Föstudagur, 11. 07. 08.

Fréttir af vaxandi spennu í Mið-Austurlöndum og við Persaflóa vegna ögrandi tilrauna Írana með eldflaugar, sem geta flutt kjarnorkusprengjur til árása á Ísrael, sýna, að allt getur gerst, jafnvel eitthvað, sem veldur spennu langt út fyrir svæðið.

Yfirmenn bandaríska hersins minna á, að hann standi nú í ströngu á tveimur vigstöðvum, í Afganistan og Írak, og það mundi reyna mjög á þolrifin. ef þriðja víglínan kæmi til sögunnar með hernaði gegn Íran.

Tiltölulega skammt er síðan Ísraelar gerðu leiftur-loftárás á skotmörk í Sýrlandi og gjöreyðilögðu þar kjarnorkuvopnahreiður, sem var í mótun undir handarjaðri Norður-Kóreumanna.