29.6.2008 22:43

Sunnudagur, 29. 06. 08.

Skrifaði pistil í dag í tilefni af tónleikum Bjarkar. Ég er að reyna að átta mig á því um hvað málið snýst.

Umrferðin að austan síðdegis var mikil og þung. Ekkert bendir til, að dregið hafi úr akstri þótti dísel-líterinn sé kominn í 190 krónur.

Þegar ekið er í bílalestum eins og í dag, þar sem allir sigu áfram, án þess að nokkur reyndi að troðast, er ástæða að velta því fyrir sér, hvers vegna látið er svona mikið með umferðina um verslunarmannahelgina. Er það bara gert af gömlum vana? Umferðin er álíka mikil um aðrar helgar, án þess að allir fjölmiðlar standi á öndinni.

Við Hellu var að rísa húsbíla- og tjaldvagnaþorp vegna landsmóts hestamanna.