27.6.2008 12:01

Föstudagur, 27. 06. 08.

Norræni ráðherrafundurinn um útlendingamál stóð fram yrfir hádegismat og síðan var flogið frá Sönderborg til Kaupmannahafnar og fór Icelandair vélin af stað heim á áætlun kl. 19.45. Við höfðum óttast seinkun vegna boðaðs verkfalls flugumferðarstjóra, en óttinn reyndist ástæðulaus, þar sem samið var í morgun.

Vélin frá Sönderborg var hins vegar í seinkun og sagði flugstjórinn það stafa af því, hve lengi tæki að koma flugmumferðastjórn pg þjónustu á Kastrup í viðunandi horf, þótt breytingin hefði staðið í meira en hálft ár.

Þegar við héldum frá Kastrup í gær var hálftíma seinkun vegna þess að flugstjóranum tókst ekki að fá afgreitt eldsneyti á vélina í tæka tíð. Á dögunum var tæplega tveggja tíma seinkun við brottför okkar á vegum Sterling frá Kastrup, þar sem ekki tókst að setja töskur um borð í vélina á réttum tíma.  Í báum tilvikum sátu farþegar í flugvélunum og biðu þess, að þær fengju afgreiðslu. Þessi lélega þjónusta við flugvélar stangast á við annað í hinni ágætu Kastrup-flugstöð.

Á ráðherrafundinum var enn og aftur áréttuð nauðsyn þess, að sem mest samræmi væri í útlendingalöggjöf Norðurlandanna og við framkvæmd hennar. Til Noregs streyma nú íraskir flóttamenn frá Svíþjóð, eftir að Svíar gerðu endurkomusamning við stjórnvöld í Bagdad, en hann skuldbindur írösk stjórnvöld til að taka á móti Írökum frá Svíþjóð, enda séu þeir fluttir til ákveðinna svæða í landinu.

Á síðasta ári fengu um 13.500 útlendingar dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi, sem er svipuð tala og í Finnlandi, þar sem íbúar eru 5 milljónir.