24.6.2008 21:15

Þriðjudagur, 24. 06. 08.

Magne Bjergene frá Dale í Fjalar ók okkur frá Eivindvik ásamt Arne Osland frá Red Cross Nordic United World College nógu snemma um morguninn til að við næðum ferjunni frá Rutledal norður yfir Sognfjörð til Leirvik í Hyllestad. Þar hittum við sveitarstjórann og fulltrúa í bæjarstjórn, sem buðu okkur til hádegisverðar, með Trond Taugböl frá þjóðminjastofnun Noregs.

Að loknum hádegisverði fórum við með fulltrúum bæjarstjórnar og skoðuðum Kvernsteinsparken. Þetta er minjagarður um þann stað, þar sem allt frá víkingaöld hafa verið hoggnir myllusteinar og krossar, einstakir á heímsvísu.

Ég ætla mér ekki þá dul að lýsa einkennum steinsins en eitt er víst, að á þessum stað hefur verið einskonar stóriðja á sínum tíma og finna má merki hennar í myllusteinum víða um heim, meðal annars í kjallara Bessastaða að sögn heimamanna hér, sem hafa skoðað það, sem komið hefur upp við fornleifagröft þar.

Frá Hyllestad ókum við inn í Fjalar og út til Korssund, þar sem er að finna tæplega þriggja metra háan kvernsteinskross frá Hyllestad sem talinn er 1030 ára gamall.

Skoðunarferðinni lauk síðan á United World College, en Magne Bjergene stofnaði hann fyrir rúmum áratug og við hlið hans er rekið endurhæfingarheimili, sem einnig má rekja til Magne. Er augljóst, að hann hefur látið margt gott af sér leiða fyrir byggðarlag sitt. Íslendingar eiga fulltrúa í stjórn skólans og hefur Sigríður Anna Þórðardóttir setið þar undanfarin ár.

Í kvöldverði á náttstað okkar, Lillingstonheimen, gömlu sveitasetrim sem var áfnafnað sveitarfélaginu, hittum við fjóra sveitarstjóra