22.6.2008 20:48

Sunnudagur, 22. 06. 08.

Fengum um morguninn leiðsögn um safn Hansakaupmanna í Bergen.  Marco Trebbi, forstöðumaður safnsins, opnaði okkur sýn á líf og störf  Hansakaupmanna á svo ljóslifandi hátt, að ekki gleymist.  Hann hefur ritað bókina Bryggen Bergens hjerte en Bryggen var  árið 1980 skráð á heimsminjaskrá UNESCO. Skoðuðum við byggingarnar þar og einnig Håkanshallen, sem var reist um 1260 eða um svipað leyti og Íslendngar gengu Noregskonungi á hönd með gamla sáttmála. Síðasti þátturinn í þessari skoðunarferð um bryggjusvæðið í Bergen var heimsókn í  Rosenkrantztårnet.

Við avo búið ókum við frá Bergen norður um Hörðaland í Sogn og firðina og vorum  á næsta gististað í Eivindvik í Gula um klukkan 17.00. Á leiðinni inn í þennan smábæ ókum við að minnismerki um Gulaþing, sem sagt er, að hafi verið stofnað um árið 900, þar sem Eivindvik stendur. Eru tveir steinkrossar taldir til marks um það.

Erindið hingað á þessar söguslóðir er einmitt að taka þátt í málþingi undir merkjum Gulaþings  um þing til forna.