15.6.2008 20:39

Sunnudagur, 15. 06. 08.

Við urðum að fara á fætur fyrir allar aldir til að að taka airberlin.com vélina frá Mallorca til München og Icelandair vélina þaðan heim til Íslands, en hér lentum við klukkan 16.15.

Ég hef ekki áður flogið með lággjaldaflugfélaginu airberlin.com en mæli hiklaust með því eftir reynsluna í dag. Einnig var skemmtilegt að koma á hinn gæsilega og bjarta Franz Josep Strauss flugvöll við München.