12.6.2008 15:18

Fimmtudagur, 12. 06. 08.

Nú skein sólin í allri sinni dýrð og dökkblátt Miðjarðarhafið tengdist dökkgrænu skógivöxnu klettabeltinu fyrir neðan hótel Encinar.

Um kvöldið hélt Skálholtskvartettinn fyrstu tónleika sína á Mallorca og voru þeir liður í alþjóðlegri tónlistarhátið, sem kennd er við bæinn Deia.

Umgjörð tónleikanna var smáhöll. San Marroig, sem Lúðvík Salvator (1847 til 1915) erkihertogi af Habsborgaraætt reisti á nítjándu öld. Þar er nú safn á einstaklega fögrum stað í klettahlíðunum við hafið bláa.

Erkihertoginn átti einnig stærri höll en þessari á þessum slóðum en Michael Douglas, kvikmyndaleikarinn góðkunni, á hana núna.

Hátt í hundrað manns sótti tónleikana og var gerður góður rómur að flutningi listamannanna. Flutt voru verk eftir Purcell, Vivaldi, Bach og Haydn.