11.6.2008 15:11

Miðvikudagur, 11. 06. 08.

Hélt um hádegisbil með kvartettinum inn í Palma og skoðaði mig um á Plaza Major, á meðan þau æfðu.

Að æfingu lokinni skoðuðum við Rut hina miklu dómkirkju, sem gnæfir yfir Palma.

Á leiðinni þaðan í bílinn varð skýfall í orðsins fyllstu merkingu og ekki dró það úr vatnsflauminum í þröngum borgargötunum, að vatnið steyptist af þökum húsanna ofan í þær.