8.6.2008 14:51

Sunnudagur, 08. 06. 08.

Við lentum á flugvellinum í Palma dr Mallorca síðla kvölds í gær og eftir nokkurt bras vegna bílaleigubíls komum við um klukkan 01.30 í næturstað á Encinar hóteli milli Valldemossa og Deia, um 17 km norður af Palma, í um 500 m hæð. Fyrir neðan skógivaxna klettaströnd er dökkblátt Miðjarðarhafið.

Valldemossa er heimsþekkt vegna þess að þar höfðu þau Chopin og George Sand vetursetu, sem hún hefur gert ódauðlega í bókinni Vetur á Mallorca. Chopin segir á einum stað að Valldemossa sé fallegasti staður á jarðríki. Karþúsa-klaustrið, þar sem Chopin bjó, er nú safn. Vissulega er fallegt af svölunum, þar sem snillingurinn bjó.

Jorge Louis Borges, skáld og rithöfundur, bjó um hríð með foreldrum sínum í Valdemossa, þegar þau leituðu þar athhvarfs eftir fyrri heimsstyrjödlina.

Við Deia bjó Robert Graves, skáld og rithöfundur. Hús hans er til sýnis.