6.6.2008 18:39

Föstudagur, 06. 06. 08.

Sat fund í dag hér í Lúxemborg um samskipti Íslands og Evrópusambandsins á sviði lögreglumála auk þess sem ég ræddi, hvaða evrópsk sjónarmið þarf að hafa í huga við endurskoðun lögreglulaganna. Hún hefst nú, eftir að ný lög um meðferð sakamála eru komin til sögunnar og ný almannavarnalög.

Ég notaði einnig tækifærið til að kynna mér afstöðu ESB til ríkja utan sambandsins og upptöku evrunnar. Nauðsynlegt er að velta fyrir sér lögheimildum í því sambandi.