31.5.2008 19:51

Laugardagur, 31. 05. 08.

Aflinn, félag qi gong iðkenda á Íslandi, hélt aðalfund sinn klukkan 09.30 í dag í Café Flóra, Grasagarðinum, Laugardal. Við vorum kjörnir í aðalstjórn Viðar H. Eiríksson ritari, Logi Guðbrandsson gjaldkeri og ég formaður.

Starfsemi félagsins er blómleg og þeim fjölgar sífellt, sem sýna áhuga á að stunda qi gong. Aðstaða til þess er mjög góð í húsakynnum SÁÁ við Efstaleiti. Einnig stundar hópur æfingar í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.

Aflinn var einmitt stofnaður í Café Flóra 1. júní 2002 eins og sjá má hér á síðunni, þannig að þetta var sjötti aðalfundur félagsins.