26.5.2008 22:07

Mánudagur, 26. 05. 08.

Samkvæmt starfsáætlun alþingis er þetta síðasta þingvikan að þessu sinni og síðan kemur alþingi að nýju saman í byrjun september. Hið sama gerist nú og jafnan áður, að löng ræðuhöld hefjast um mál, sem ella hefðu farið fremur hljóðlega til atkvæðagreiðslu að lokinni vandaðri meðferð í nefndum.

Í dag voru greidd atkvæði um fjögur frumvörp menntamálaráðherra um skólamál eftir 2. umræðu og nákvæma yfirferð í menntamálanefnd undir formennsku Sigurðar Kára Kristjánssonar. Þetta voru langar atkvæðagreiðslur, enda frumvörpin viðamikil og margar breytingartillögur bæði frá meirihluta og minnihluta.