17.5.2008 23:12

Laugardagur, 17. 05. 08.

Skruppum í Fljótshlíðina. Sprettan hefur verið svo mikil í hlýindum og rekju síðustu daga, að erfitt verður að hefja slátt umhverfis bæjarhúsið! Sauðburður hefur gengið vel. Hitt virðist ljóst, að ein af ánum mínum hefur týnst á fjalli í vetur.

Í vikunni var sagt frá því í 24 stundum, að ég ætti gamlan Ferguson hér fyrir austan og hafa fleiri minnst á þá frásögn við mig en annað, sem um gjörðir mínar hefur verið ritað í blöð undanfarið. Nú þarf ég að búa mig undir að þurrka af honum vetrarrykið og setja hann í gang fyrir sumarið.

Skrifaði pistil um þingbréf Höllu Gunnarsdóttur um loftrými.