6.5.2008 22:50

Þriðjudagur, 06. 05. 08.

Í dag var efnt til blaðamannafundar í flugskýli Landhelgisgæslu Íslands, þar sem kynnt var landhegisgæsluáætlun 2008 til 2010 auk þess sem blaðamönnum gafst tækifæri til að skoða nýju flugvél sænsku landhelgisgæslunnar.

Þarna gafst enn og aftur tækifæri til að vekja athygli á hinni miklu breytingu, sem er að verða á starfsemi gæslunnar vegna nýrra verkefna og nýrra tækja auk margvíslegs alþjóðlegs samstarfs.