28.4.2008 22:22

Mánudagur, 28. 04. 08.

Flutti tvö mál á þingi í dag. Annars vegar um norrænan samning varðandi fjármál hjóna og hins vegar um breytingar á ættleiðingarlögum til að lengja fresti vegna þess að lengri tíma tekur en áður að fá börn til ættleiðingar erlendis.

Óli Björn Kárason hefur opnað vefsíðu http://t24.is/ þar sem hann nálgast málefni viðakiptalífs og stjórnmála af skarpskyggni og þekkingu.