17.4.2008 18:47

Fimmtudagur, 17. 04. 08.

Sá lóu í fyrsta sinn á þessu vori í Öskjuhlíðinni.

Diana Wallis, þingmaður á ESB-þinginu, var enn með erindi í dag um, að EES-samningurinn væri í hættu. ESS-samningurinn stendur eins lengi og aðilar hans vilja, hvað sem breytingum á Evrópusambandinu líður.

Í fréttum Stöðvar 2 var sagt í kvöld, að löggæsla og tollgæsla hefðu verið sameinaðar á Suðurnesjum á síðasta ári. Löggæsla og tollgæsla hafa verið undir einum hatti á Keflavíkurflugvelli í marga áratugi. Það, sem gerðist á síðasta ári, var, að öll löggæsla á Suðurnesjum var sameinuð undir einum hatti. Ég tel, að halli á löggæsluna við þessar aðstæður og vil, að hver verkþáttur embættisins lúti yfirstjórn síns ráðuneytis.