31.3.2008 20:42

Mánudagur, 31. 03. 08.

Áður en flogið var heim frá París, gafst tími til að skreppa í Musée du Luxembourg, en það er hluti af höll öldungadeildar franska þingsins. Þar er nú sýning á verkum eftir Maurice de Vlaminck. Hún var opnuð 20. febrúar og stendur til 20. júlí. Strax að mánudagsmorgni var löng biðröð fólks við safnið.

Icelandair vélin hóf sig á loft á áætlun kl. 14.15 og lenti 15.30, en klukkunni var seinkað um klukkustund í Evrópu um helgina.