Laugardagur, 22. 03. 08.
Guðmundur Magnússon grípur á lofti pistil minn frá því í gær og tekur sér fyrir hendur að íslenska doers og talkers. Hann er minntur á athafnastjórnmál og umræðustjórnmál. Guðmundur nefnir nokkur orð til sögunnar. Mér líst best á gerendur og masarar.
Virðing fyrir eigin þjóðerni er ekki and-evrópsk. Franco Frattini, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, svarði fyrir skömmu spurningum þýska vikuritsins Spiegel. Síðasta spurningin var: Verðum við öll aðeins ESB-borgarar og ekki lengur Ítalir eða Þjóðverjar? Frattini svaraði: Nei, ég er eindreginn málsvari heimabyggðar og þjóðlegra hefða. Ég tel mig fyrst Flórensbúa, næst Tuskanabúa, þá Ítala og loks Evrópumann.
Guðmundur Magnússon hefur tekið af skarið.
Nú hefur Egill Helgason blandað sér í orðakipti okkar Guðmundar og lýsir réttum skilningi á afstöðu minni. Ég bendi hins vegar á, að ég var að vitna í Thomas Sowell um hópana tvo, gerendur og masara. Takið eftir athugasemd nafnleysingjans Rómverja við færslu Egils. Rógtungur þora ekki að skrifa undir nafni. Ætli Agli leiðist ekki að hleypa þeim inn á síðuna sína?
Hjörtur J. Guðmundsson tekur réttilega í sama streng og Egill.
Ritað á Charles de Gaulle flugvelli í París fyrir næturflug yfir til Santiago, Chile.