15.3.2008 19:16

Laugardagur, 15. 03. 08.

Síðdegis í dag var opnuð sýning á miklu myndverki eftir Baltasar Samper - Sjö orð Krists á krossinum - sem hangir í kór Hallgrímskirkju, 10 metra hátt og sex metra breitt. Sjö andlitsmyndir Krists með tilvísun í Passíusálma Hallgríms Péturssonar.

Það hefur krafist dirfsku og hugkvæmni að setja verkið á þennan stað. Verkið nýtur sín og fellur vel að mikilli umgjörð sinni. Áætlað er, að það verði í kirkjunni til 5. maí nk.