9.3.2008 21:50

Sunnudagur, 09. 03. 08.

Í dag skrifaði ég pistil, þar sem ég sótti efnivið að meginhluta annað, vegna þess að ég er sammála þeim sjónarmiðum, sem þar eru kynnt.

Vorhefti Þjóðmála 2008 kom út í síðustu viku og verð ég var við, að úttekt mín á OR/REI málinu vekur nokkra athygli. Málið er stórt og allt hið undarlegasta og í raun furðulegt, hvað lítið er rætt um einstaka þætti þess, enda hefur athyglin mest beinst að afleiðingunum innan borgarstjórnar Reykjavíkur.