8.3.2008 18:48

Laugardagur, 08. 03. 08.

Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður á 24 stundum birtir við mig viðtal í blaðinu í dag.

Kolbrún er góður blaðamaður og fjölhæf. Hún hefur oft tekið við mig viðtöl í tímans rás. Lífseigast er, að ég sagðist hafa gaman að Bruce Willis.

Mikið vatn er síðan til sjávar runnið og margar góðar kvikmyndir hef ég séð, frá því að við Kolbrún ræddum um Bruce. Ég er undrandi á grimmd og ofbeldi í Óskars-verðlaunamyndum ársins, There will be Blood og No Country for Old Men. Ég las einhvers staðar að harkan í myndunum hefði fælt fólk frá að fylgjast með Óskars-hátíðinni.