Föstudagur, 07. 03. 08.
Forstöðumannafundur dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, hinn 4., var haldinn að hótel Sögu í dag. Þar var rætt um breytingar á réttarvörslukerfinu, það er ákæruvaldinu, og um hugmyndir um millidómstig. Auk þess var rætt um útvistun verkefna. Ég flutti ræðu og má sjá útlínur hennnar hér.
Fréttir eru um „niðurskurð“ hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þarna er glímt við að finna leiðir til að embættið nái að starfa innan fjárheimilda. Ekki er um niðurskurð að ræða, heldur hitt að lögreglustjóri og samstarfsmenn hans geri dóms- og kirkjumálaráðuneyti grein fyrir, hvernig embættið nær endum saman miðað við fjárheimildir.
Gagnrýnt er þegar farið er fram úr fjárheimildum t.d. vegna Grímseyjarferju eða stúku á Laugardalsvelli, svo að nýleg dæmi séu tekin. Uppnám getur einnig orðirð, þegar leitast er við að fara að fjárheimildum.