29.2.2008 15:57

Föstudagur, 29. 02. 08.

Sat síðustu fundi mína hér í Brussel að þessu sinni fram yfir hádegi. Hélt síðan út á flugvöll og bíð nú eftir vél, sem á að leggja af stað til Kaupmannahafnar klukkan 17.30 og lenda þar klukkan 19.00.

Fundirnir í Brussel hafa skilað því, sem að var stefnt. Enn hefur sannast, að alltof þröngt er að skilgreina þátttöku okkar í Schengen-samstarfinu á þann veg, að það snúist um það eitt, að ekki þurfi að framvísa vegabréfum á innri landamærum Schengen-ríkjanna. Utan Schengen stæðum við einnig utan hins mikla samstarfs ESB-ríkjanna í borgaralegum öryggismálum.