27.2.2008 21:39

Miðvikudagur, 27. 02. 08.

Flaug klukkan 08.00 til Kaupmannahafnar og þaðan til Brussel, þar sem lent var klukkan 17.00 að staðartíma. Það gekk á með éljum á leiðinni til Keflavíkur, rok í Kaupmannahofn en íslenskt vorveður í Brussel - fólk sat úti við kaffihús, hlýlega klætt. 

Fylgi hrynur hratt af hinum nýja forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy. Nýjustu vandræði hans eru rakin til þess, að mynd  náðist með hljóði, þegar gestur á landbúnaðarsýningu sagðist ekki vilja skíta sig út á að heilsa forsetanum. Sarkozy brást við með að segja manngreyinu að fara til fjandans. Þetta þótti ekki forsetalegt. Milljónir hafa skoðað atvikið á vefnum.

Erfitt er að átta sig á reiði þeirra, sem telja misráðið, að unnt sé að kalla netverja til ábyrgðar á orðum sínum. Hvers vegna er það talin skerðing á frelsi í netheimum að gera kröfu um að mál sé flutt, án þess að vega að persónu eða æru annarra?