19.2.2008 19:54

Þriðjudagur, 19. 02. 08.

13 ára afmælisdagur síðunnar minnar er í dag.

Daginn hélt ég hátíðlegan með því að sitja fundi með breskum ráðherrum og þingmönnum og ræða við þá um fangelsismál, lögreglumál og Schengen-málefni.

Viscount Craigavon, ritari bresk-íslensku þingmannanefndarinnar, og þingmaður í lávarðadeildinni sýndi okkur þann heiður og vináttu að fara með okkur um þinghúsið og segja sögu þess, áður en við hittum þingnefndarmennina Austin Mitchell, Verkamannaflokknum, formann bresk-íslensku þingmannanefndarinnar, og  Alain Beith, frjáslynda flokknum, og snæddum hádegisverð.

Þá hittum við Mariu Eagle, ráðherra fangelsismála, Keith Vaz, formann þingnefndar um ínnanríkismál, og  Tony McNulty, ráðherra lögreglumála, og lauk fundinum með honum ekki fyrr en klukkan 19.00.