6.2.2008 19:40

Miðvikudagur, 06. 02. 08.

Í hádeginu flutti ég erindi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur um öryggi til sjós og lands. Að því loknu svaraði ég spurningum félaga minna í klúbbum.

Síðdegis svaraði ég fyrirspurn um heimsóknir til fanga á alþingi og flutti framsögu fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um kirkjugarða, greftranir og fleira.

Ómaklegt er, að fundið sé að því og talað um móðgun við sjómenn, þótt þyrla landhelgisgæslunnar hafi á æfingaflugi 5. febrúar aðstoðað bændur í Fljótshlíð við að ná hrossum, sem fældust og hlupu í sjálfheldu á Þríhyrningi. Þyrlan dró úr hættu, sem steðjaði að mönnum við að fara upp á fjallið við erfiðar aðstæður.

Ef sjómenn hefðu kallað á aðstoð á þessari sömu stundu, hefði þyrlunni að sjálfsögðu verið snúið til hjálpar þeim eða hverjum öðrum í neyð.