30.1.2008 22:26

Miðvikudagur, 30. 01. 08.

Fyrir nokkrum árum var hætt að gera veður út af því í fjölmiðlum, að stjórnmálamenn færu til útlanda til að sinna opinberum erindum. Gerðist þetta um svipað leyti og fjölmiðlar hættu að fjargviðrast yfir ráðherrabílum, gerð þeirra og innkaupsverði.

Hvers vegna var þessu hætt? Jú, utanferðir eru snar þáttur í daglegu líf fólks og ráðherrarbílarnir eru ósköp venjulegir.

Nú þykir hins vegar mjög fréttnæmt, að Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri, ætlar að sitja heima í stað þess að sækja norræna höfuðborgaráðstefnu. Tekið er fram í einu blaðanna, að þetta stafi ekki af flughræðslu borgarstjórans, enda ætli hann að fljúga til Englands með vorinu!