27.1.2008 17:06

Sunnudagur, 27. 01. 08.

Þjónusta við vegfarendur á vefsíðu vegagerðarinnar er til fyrirmyndar. Þar gat ég fylgst með því, þegar vegir urðu auðir af klaka og merktir grænir austan úr Fljótshlíð til Reykjavíkur og hagað ferð okkar í samræmi við það. Við fórum Þrengslin, þar sem Hellisheiðin var merkt rauð og lokuð.

Ferðin að austan gekk vel. Á milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar lentum við í sandbyl, þegar sterkur vindurinn feykti blautum sandi yfir veginn. Undan ströndinni var ógnvekjandi brimgarður.