26.1.2008 11:13

Laugardagur, 26. 01. 08.

Sérkennilegt er að sjá allra vinstri álitsgjafa í bullandi vörn vegna skrílslátanna á pöllunum í ráðhúsinu á fimmtudag, þegar nýr borgarstjóri var kjörinn. Málsvörnin fyrir þá framkomu er veik, enda er málstaðurinn slæmur. Nýr meirihluti fékk þar greinilega gott veganesti.

Þorrablót Fljótshlíðinga var haldið í kvöld í Goðalandi. Það kom í hlut okkar hluta Hlíðarinnar að bera veg og vanda af blótinu. Gerðu nágrannar mínir það með glæsibrag. Mitt verkefni var að flytja ávarp í upphafi skemmtunarinnar og taka þátt í að syngja frumsaminn brag um okkur sveitafólkið undir lok skemmtiatriða.