23.1.2008 0:01

Miðvikudagur, 23. 01. 08.

Ef meirihluti undir Degi B. Eggertssyni sem borgarstjóra og sjö borgarfulltrúum að auki var lífvænlegur með stuðningi Ólafs F. Magnússonar, hvers vegna er meirihluti undir Ólafi F. Magnússyni sem borgarstjóra og sjö borgarfulltrúum að auki ekki lífvænlegur? Báðir eru þeir Dagur og Ólafur F.  læknar og báðir kjörnir í borgarstjórn. Annar er samfylkingararmaður hinn frjálslyndur. Gerir það gæfumun? Eða er úrslitamál, að Björn Ingi Hrafnsson Framsóknarflokki eigi lokaorð?