13.1.2008 18:55

Sunnudagur, 13. 01. 08.

Í pistli mínum í dag ræði ég um vandræðin við Laugaveginn vegna óvissu um ákvarðanir og stefnu Reykjavíkurborgar.

Einkennilegt er að heyra Svandísi Svavarsdóttur, formann skipulagsráðs borgarinnar, átelja vegagerðina fyrir niðurstöðu hennar vegna Sundabrautar.

Vegagerðin var spurð af borgarstjórn Reykjavíkur um kostnað við göng undir Elliðavog og segir þau verða 9 milljörðum dýrari en eyjaleiðina svonefndu. Helst er að skilja á Svandísi, að svarið sé til marks um pólitísk afskipti.

Hvers vegna finnur hún ekki að afskiptum húsfriðunarnefndar af Laugavegi 4 til 6 og telur þau pólitísk? Af því að hún er sammála nefndinni en ekki vegagerðinni?