12.1.2008 17:04

Laugardagur 12. 01. 08.

Bréfvinur minn á netinu sendi mér þessa sögu, sem hann sagðist hafa notað til að skýra, hver væri munurinn á repúblíkana og demókrata í Bandaríkjunum.

Repúblíkani og demókrati voru á gangi og mættu flakkara. Repúblíkaninn gaf flakkaranum nafnspjaldið sitt og sagði honum að koma í fyrirtæki sitt og fá vinnu. Hann tók síðan tuttugu dollara seðil úr vasa sínum og gaf flakkaranum.

Demókratinn hreifst mjög af þessu og þegar þeir mættu öðrum flakkara, ákvað hann að veita honum aðstoð. Hann fór til flakkarans og vísaði honum leiðina að næstu skrifstofu félagsaðstoðar. Hann fór síðan í vasa repúblíkanans og gaf flakkaranum fimmtíu dollara.

Nú skilur þú, hver er munurinn á milli repúblíkana og demókrata.“