3.1.2008 21:59

Fimmtudagur, 03. 01. 08.

Áður hef ég vakið athygli á lofsamlegum ummælum um kvikmyndina Das Leben der Anderen. Nú rakst ég á grein um myndina eftir Paul Cantor, prófessor í ensku við Virginíuháskóla, í nýjasta hefti Books & Culture. Hún hefst á þessum orðum:

„Florian Henckel von Donnersmarck's The Lives of Others, now available on DVD, is the best feature film debut by a director since Orson Welles's Citizen Kane. Coming it seemed out of nowhere and defying all the conventional wisdom of the motion picture industry, Donnersmarck achieved a remarkable commercial and critical success with his first full-length film, culminating when it won the Oscar for Best Foreign Picture of 2006.“

Reynir Traustason ritstjóri ritar á dv.is:

„,,Fáninn er á þeim stað sem hann hefur verið í mörg ár. Þeirri staðsetningu er ekki breytt við viðburði eða athafnir á Bessastöðum. Nýársávarp forseta er tekið upp í salnum á Bessastöðum og engu breytt af því tilefni,“ segir Örnólfur Thorsson forsetaritari vegna þeirrar athugasemdar Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að forsetinn hafi brotið fánalög með því að hafa íslenska fánann á vinstri hönd þegar hann flutti ávarp til þjóðarinnar á nýársdag. DV sagði frá málinu í dag og vísaði til heimasíðu Björns. Örnólfur segir að ekki standi til að breya neinu þrátt fyrir gagnrýni ráðherrans. “

Feitletrun er mín, en þarna fer ritstjórinn með rangt mál. Ég sagði þessa staðsetningu fánans „stílbrot“ og birti kafla úr fánareglum. Engin ákvæði eru um þetta í fánalögum.