20.12.2007 20:34

Fimmtudagur, 20. 12. 07.

Flaug utan kl. 07.45 til Stokkhólms og þaðan áfram til Helsinki en þar lenti ég klukkan 13.00 að íslenskum tíma, 15.00 að finnskum. Það var 5 stiga hiti og er þetta í annað sinn síðan mælingar hófust í Helsinki, að svo mikill hiti mælist hér á þessum árstíma.

Á morgun fagna ég því í Tallinn, höfuðborg Eistlands, að Schengensvæðið stækkar í reynd með því að persónueftirliti verður hætt í höfnum og á landamærum níu ríkja og þeirra 15 ríkja, sem fyrir eru í Schengen.