9.12.2007 18:47

Sunnudagur, 09. 12. 07.

Skrifaði pistil á síðuna í dag um PISA-rannsóknina.

Tim Russert ræddi við Rudy Giuliani í Meet the Press á CNBC í dag og saumaði að honum á málefnalegan hátt og með skýrum tilvitnunum. Giuliani varðist fimlega og af öryggi.

Spurningarnar báru þess vitni, að hart er sótt að þessum frambjóðanda í prófkjöri repúblíkana fyrir forsetakosningarnar og ekki virðist Giuliani eiga neina von um að sigra í tveimur fyrstu prófkjörs-ríkjunum New Hampshire og Iowa uppúr áramótunum. Giuliani sagðist þó standa víða vel og nefndi oftast Flórída til sögunnar, þegar hann fagnaði góðum stuðningi við sig.

Tim Russert ber af þeim, sem stjórna umræðuþáttum af þessu tagi. Hinn yfirvegaða og rólega málafylgja er helsti kostur hans.