8.12.2007 21:48

Laugardagur, 08. 12. 07.

Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt fagnaði 70 ára afmæli sínu í dag með hófi í Valhöll. Björg Einarsdóttir flutti hátíðarræðu, rifjaði upp þætti úr sögu félagsins og leit til framtíðar.

Hrafn Jökulsson tekur upp hanskann fyrir þá Sigmund Erni og Guðna Ágústsson í Morgunblaðinu í dag, þegar hann svarar ritdómi Jóns Þ. Þórs sagnfræðings í blaðinu 6. desember um bókina um Guðna. Dómur Jóns Þ. hafði farið fram hjá mér en grein Hrafns leiddi mig að honum.

Ég er þeirrar skoðunar, að Guðni hafi tekið boði um bókina á þessari stundu til að styrkja sig í formannssessi Framsóknarflokksins. Jón Þ. telur af og frá, að honum takist það með samstarfinu við Sigmund Erni. Ég veit ekki, hvar Jón Þ. stendur í pólitík en bregðist margir framsóknarmenn við bók Guðna eins og hann, tekst Guðna ekki að styrkja stöðu sína innan flokksins á þennan hátt.

Ég ætla ekki að segja meira um bók Guðna á þessari stundu en umsögn mín um hana birtist í næsta heftir af Þjóðmálum.