7.12.2007 21:36

Föstudagur, 07. 12. 07.

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, heldur úti vefsíðu og segir þar frá miklum ferðalögum sínum og lýsir viðhorfi sínu til þess, sem hæst ber á þeim fundum, sem hann situr.

Hinn 5. desember segir hann í dagbókarfærslu undir fyrirsögninni: Nýtt öryggi:

„Sedan början av 1990-talet har det skett ett mjukt farväl till neutralitetspolitiken i vårt land. Men det har varit ett farväl som inte varit utan sina återfall och sina svårigheter.

Denna regering använder inte begreppet av den enkla anledningen att det saknar relevans. Genom medlemskapet i den Europeiska Unionen ingår vi i en politisk allians som innebär en helt annan verklighet.

Gårdagens betänkande från den parlamentariska försvarsberedningen sätter nu saken på papper på ett tydligt sätt:

Sverige kommer inte att förhålla sig passivt om en katastrof eller ett angrepp skulle drabba en annan EU-medlemsstat eller ett annat nordiskt land.Vi förväntar oss att dessa länder agerar på samma sätt om Sverige angrips.

Därmed skrivs neutralitet som option bort i varje rimligt fall. Vi har ju knappast som tradition att förklara neutralitet i konflikter i mer avlägsna delar av världen. Säkerhetspolitiken handlar om säkerheten i vår egen del av världen."

Hann vitnar sem sagt í nýtt álit sænska þingsins um varnarmál, þar sem segir, að Svíar muni ekki sitja hjá ef einhverjar hörmungar eða árás beinist gegn öðru ESB-ríki eða öðru norrænu ríki. Við væntum þess, að þessi ríki geri hið sama, verði ráðist á Svíþjóð. Bildt segir, að hlutleysi Svía sé hluti af sögunni en ekki samtímanum.

Það segir sína sögu um sjálfhverft viðhorf, að í norskum og íslenskum fjölmiðlum skuli þessi mikilvæga stefnubreyting vera túlkuð á þann veg, að Svíar muni grípa til varna, verði ráðist á Noreg eða Ísland!

Hér var í síðustu viku nefnd háttsettra manna úr sænska varnarmálaráðuneytinu til að kynnast viðhorfum okkar Íslendinga og ræddi ég meðal annars við þá um störf og skipulag lögreglu og landhelgisgæslu, auk þess sem þeir heimsóttu miðstöðina við Skógarhlíð. Sænska varnarmálaráðuneytið fer með stjórn borgaralegra viðbragða við almannavá og vill treysta samstarf við okkur á sviði almannavarna. Þá hefur landhelgisgæslan átt náið samstarf við sænska herinn við kaup á nýrri flugvél, sem er af sömu gerð og með samskonar búnað og vélar Svía til eftirlits á Eystrasalti.