Þriðjudagur, 04. 12. 07.
Fyrir hádegi hittumst við norrænir dómsmálaráðherrar og embættismenn í höfuðstöðvum KRIPOS, norsku rannsóknarlögreglunnar, og kynntumst aðferðum og aðgerðum lögreglunnar gegn barnaklámi á netinu.
Flaug síðdegis frá Ósló til Kaupmannahafnar og þaðan heim um kvöldið.