3.12.2007 16:15

Mánudagur, 03. 12. 07.

Flaug klukkan 07.50 frá Keflavík til Óslóar.

Sat síðdegis kynningarfund í norska varnarmálamráðuneytinu á framtíðarstefnu Norðmanna í varnarmálum, eins og hún hefur verið boðuð af yfirmanni norska heraflans og þverpólitískri nefnd. Búist er við, að stórþingið ræði málið næsta vor og komist að niðurstöðu í júní 2009.

Ég ákvað að nýta mér þjónustu Fjölmiðlavaktarinnar og taka saman yfirlit yfir fréttir sjónvarps og hljóðvarps ríkisins um svonefnt fangaflug dagana 29. nóvember til 1. desember. Geri ég þetta til að unnt sé að kynna sér á einum stað, hvernig ríkisfjölmiðlarnir hafa flutt fréttir af því, sem ekkert var í upphafi, ekkert reynist vera og á nú að fara að ræða á stórpólitískum grundvelli, ef marka má álitsgjafa Fréttablaðsins.