24.11.2007 21:37

Laugardagur, 24. 11. 07.

Það er kalt en bjart í Boston. Á götunum og í verslunum má sjá Íslendinga á ferð. Forsíðufrétt Boston Globe var um, að Evrópubúar streymdu til borgarinnar til að nýta sér lágt gengi dollarans og gera hagstæð kaup.

Í Morgunblaðinu birtist grein eftir mig, þar sem ég tek upp hanskann fyrir islenska vegabréfakerfið, sem é tel eitt hið besta í heimi, þrátt fyrir gagnrýni Ómars Valdimarssonar.

Mér finnst með ólikindum að lesa spunann um að ágreiningur sé innan Sjálfstæðislfokksins um málefni OR/REI og að Björn Ingi Hrafnsson skuli telja sig í stöðu til að ráðast á sjálfstæðismenn vegna þessa máls eftir allt, sem á undan er gengið. Þetta er í besta falli gert til að draga athygli frá því, að félagshyggjumenn í borgarstjórn geta ekki koið sér saman um neina stefnu, hvorki í málum OR/EI né borgarstjórnar almennt.

Enn sannast, hve auðvelt er að afvegaleiða umræður, þegar fjölmiðlamenn meta spuna til jafns við staðreyndir. Sjálfstæðismenn fara hvorki með meirihluta í stjórn OR né borgarstjórn um þessar mundir og þess vegna eru allar ákvarðanir, sem teknar eru á þeim vettvangi á ábyrgð annarra, þar á meðal Björns Inga og Samfylkingarinnar. Leiði þær til þess að milljarðir tapast, verða félagshyggjumenn að líta í eigin barm og vasa en ekki annarra.