Laugardagur, 17. 11. 07.
Bylting hefur orðið í fjarskiptamálum í Fljótshlíðinni með komu ljósleiðarans og ADSL-tengingar fyrir tölvur og sjónvarp. Nú er unnt að vinna á tölvu hér eins og í borginni og ná um 80 stöðvum í sjónvarpinu.
Nokkrar umræður urðu um, að það væri aðeins takmarkaður hópur manna, sem gæti notið ljósleiðararans og þess, sem honum fylgir hér í sveitinni. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef, nær ADSL-tenging allt inn í Hlíðarendakot og ef til vill lengra þannig að öll meginbyggðin í Fljótshlíðinni er orðin ljósleiðaratengd.
Ég veit ekki um Múlakot, sem er fyrir innan Hlíðarendakot, en við Múlakot er að rísa mikil sumarbúastaðabyggð.