7.11.2007 21:11

Miðvikudagur, 07. 11. 07.

Flaug klukkan 08.00 til Kaupmannahafnar og hafði gert sérstakar ráðstafanir til að nógu langt yrði á milli fluga til Brussel, svo að taskan fylgdi mér. Hún finnst nú hvergi, þótt aðeins hafi átt að flytja hana milli véla Icelandair og SAS á Kastrup. Enginn virðist á þessari kvöldstundu vita um örlög hennar.

Af dönsku blöðunum má ráða, að allt sé í óvissu um úrslit dönsku þingkosninganna næsta þriðjudag en þó hafi jafnaðarmenn hlaupið á sig í gær með því að gefa út, að þeir vildu, að hælisleitendum yrði heimilað að fara inn á danskan vinnumarkað. Útlendingamálin urðu þannig enn og aftur helsta umræöu- og ágreiningsefnið, þótt talið væri. að flokkarnir væru næsta samstiga í þeim málaflokki, meðal annars um 24-ára-regluna. Sumir sögðu í blöðunum, að úrslit kosninganna hefðu ráðist 6. nóvember með þessu misheppnaða útspili jafnaðarmanna.

Naser Khader, formaður Ny alliance, nýja danska stjórnmálaflokksins, segist vilja Anders Fogh Rasmussen áfram sem forsætisráðherra. Morgum finnst þetta skrýtið, því að málefnalega sé Khader samstiga vinstri flokkunum, andstæðingum Rasmussens.