31.10.2007 22:01

Miðvikudagur, 31. 10. 07.

Leyndarhyggjan ræður áfram ríkjum í Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og ekki er talin ástæða til að bera mál undir borgarráð og því síður borgarstjórn.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er hættur að gefa svör og snýr þess í stað út úr spurningum fréttamanns sjónvarpsins um dómsmálið um lögmæti ákvarðana um REI. Svandís Svavarsdóttir, oddviti vinstri/grænna, hætti að láta ljós sitt skína um málið, um leið og hún komst í þá stöðu innan borgarstjórnar að gera haft áhrif á framvinduna.

Þegar ég sat í stjórn OR, var okkur í minnihlutanum gert ókleift að koma að stefnumörkun með því að halda frá okkur upplýsingum. Þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið síðustu vikur, virðist enn sem fyrr sama áhersla lögð á að upplýsa ekki um neitt og miðla engu til kjörinna umboðsmanna borgarbúa.