27.10.2007 19:14

Laugardagur, 27. 10. 07.

Frétt var í sjónvarpinu í kvöld um nýjan vatnsstíg í Norðlingaholti, þar sem íbúar mótmæla vegna ótta um öryggi barna sinna á ferð um stíginn.

Engir íbúar eru í Vatnsmýrinni við Nauthólsvík, svo að ekki berast fréttir af framkvæmdum þar í þágu Háskólans í Reykjavík. Þar hefur stígum verið breytt til að rýma fyrir grunni skólans, sem stækkar jafnt og þétt og skilur á milli Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur auk þess að færa umferð nær hlíðinni og spillir því andrými hennar.

Í morgun var þarna fjöldi fólks á ferð og hlupu margir haustmaraþon í lognblíðunni, sem var vel þegin eftir rokið og rigninguna.