24.10.2007 22:31

Miðvikudagur, 24. 10. 07.

Leyndarhyggjan sýnist eiga að ráða ferð í nýrri stjórn Orkuveitu Reykjavíkur undir formennsku Bryndísar Hlöðversdóttur. Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður OR, telur, að miðlun gagna til stjórnar sé til marks um, að hún ætli að kynna sér þróun fyrirtækisins og hvað hefur verið þar að gerast. Þá sendir Bryndís frá sér yfirlýsingu um, að engin rannsókn fari fram á fortíðinni. Telur hún best að taka á málum OR með því að sópa öllu hinu gamla undir teppið? Óttast hún, að það þoli ekki dagsins ljós?